Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 30. ágúst 2022 12:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar framlengir við Víkinga til 2025 (Staðfest)
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn við Víkinga og mun hann áfram stýra liðinu áfram.

Hann gerir samning við félagið sem gildir til ársins 2025. Samningurinn er óuppsegjanlegur af beggja hálfu, rétt eins og fyrri samningar.

Arnar hefur þjálfað hjá Víking frá 2017, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo sem aðalþjálfari frá 2018. Hann hefur náð stórkostlegum árangri með liðið.

Í fyrra stýrði hann Víkingum til bæði Íslands- og bikarmeistaratitils. Þessa stundina sitja Víkingar í þriðja sæti Bestu deildarinnar og eiga þeir á morgun leik við Blika í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

Eru þetta svo sannarlega miklar gleðifréttir fyrir Víkinga. „Undir stjórn Arnars er Víkingum í nútíð og framtíð allir vegir færir," segir í tilkynningu Víkings.

„Sem þjálfari Víkings á undanförnum fjórum árum hefur Arnar byggt upp orðstír sem farin er að skyggja á glæstan leikmannaferil hans. Við Víkingar erum því sérstaklega ánægð með að vera búin að tryggja félaginu starfskrafta hans til næstu þriggja ára hið minnsta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner