Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 30. ágúst 2022 14:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári Árna: Besti þjálfari landsins
Kári Árnason er ánægður að hafa náð samkomulagi við Arnar.
Kári Árnason er ánægður að hafa náð samkomulagi við Arnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við viljum vera topplið á Íslandi og að það sé í rauninni enginn tilgangur fyrir Arnar að fara annað og eins leikmenn
Við viljum vera topplið á Íslandi og að það sé í rauninni enginn tilgangur fyrir Arnar að fara annað og eins leikmenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Heldur betur, eitthvað sem við lögðum ríka áherslu á að ná að semja við Arnar til lengri tíma. Hann átti eitt ár eftir og við viljum halda honum eins lengi og mögulegt er. Auðvitað hef ég trú á því að á endanum komi kallið erlendis frá," sagði Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, við Fótbolta.net í dag.

Félagið framlengdi í dag samninginn við Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, út tímabilið 2025.

„Við erum búnir að vera tala saman í svolítinn tíma og náðum loksins saman. Tímasetningin er góð en þetta er ekkert alveg planað."

Samningurinn er óuppsegjanlegur af beggja hálfu.

„Það var alltaf klárt frá fyrsta degi. Eftir að hafa fylgst með Arnari, hvernig hann vinnur sína vinnu - þó að úrsltin gætu kannski eitt tímabilið ekki komið þá er hann með þannig vinnuframlag að það er ekki hægt að kenna honum um mikið. Hann er að okkar mati besti þjálfari landsins og hefur heldur betur snúið öllu við hérna í kringum Víkina."

Kári ræðir einnig um mögulega áhuga á Arnari erlendis frá í framtíðinni. Væri það öðruvísi heldur en ef það kæmi áhugi frá öðru íslensku félagi?

„Já að sjálfsögðu. Við viljum vera sá klúbbur sem hann vill vera hjá. Ég held að þessi samningur endurspegli það að hann vilji vera í Víkingi en ekki í öðru liði. En ef það kemur eitthvað erlendis frá þá er skiljanlegt að metnaður manna liggi þar. Við viljum vera topplið á Íslandi og að það sé í rauninni enginn tilgangur fyrir Arnar að fara annað og eins leikmenn," sagði Kári.

Viðtalið er talsvert lengra og er Kári frekar spurður út í Arnar, spilamennsku Víkings í sumar, varnarleik liðsins og stöðu yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner