Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. maí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Berizzo tekinn við Síle (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Fyrrum landsliðsmaður Argentínu, Eduardo Berizzo, er tekinn við þjálfarataumunum hjá landsliði Síle sem hefur verið í lægð undanfarin ár.


Berizzo er 52 ára gamall og var síðast við stjórnvölinn hjá Paragvæ. Þar áður stýrði hann Athletic Bilbao, Sevilla og Celta Vigo í spænska boltanum.

Berizzo tekur við af Úrúgvæanum Martin Lasarte sem mistókst að koma Síle á lokamót HM í apríl. 

Síle á þó enn möguleika á að komast á lokamótið í Katar. Það fer eftir rannsókn FIFA á því hvort Kólumbíumaður hafi spilað sem ólöglegur landsliðsmaður Ekvador og hvaða refsingu FIFA ákveður að beita ef ásakanirnar reynast sannar.

Það eru erfið kynslóðaskipti í gangi hjá Síle þar sem menn á borð við Alexis Sanchez, Arturo Vidal, Gary Medel, Mauricio Isla og Eduardo Vargas eru komnir vel yfir þrítugt og enn að spila fyrir landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner