Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. ágúst 2021 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hourihane til Sheffield á láni (Staðfest)
Hourihane fagnar hér marki með Swansea á síðustu leiktíð
Hourihane fagnar hér marki með Swansea á síðustu leiktíð
Mynd: Getty Images
Conor Hourihane er farinn til Sheffield United á láni frá Aston Villa.

Hinn 30 ára gamli Hourihane lék með Swansea á láni seinni hluta síðustu leiktíðar. Hann leikur sem miðjumaður en hann skoraði 5 mörk í 19 leikjum fyrir Swansea.

Hann kom til Villa frá Barnsley árið 2016 og var lykilmaður hjá Villa í Championship deildinni. Eftir að félagið kom upp í úrvalsdeildina tímabilið 2019/20 fór tækifærunum að fækka hjá Hourihane.

Sheffield féll úr Ensku Úrvalsdeildinni í fyrra en liðið er aðeins með tvö stig eftir fimm leiki í Championship deildinni á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner