Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 05. maí 2015 14:55
Arnar Daði Arnarsson
Pepsi-deildin
Jörundur um stórleikinn: Allt annað eftir að Heimir breytti
Jörundur Áki er sérfræðingur .Net í Pepsi-deildinni.
Jörundur Áki er sérfræðingur .Net í Pepsi-deildinni.
Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson
Atli Viðar átti góða innkomu í leiknum í gær.
Atli Viðar átti góða innkomu í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jörundur Áki Sveinsson er einn af sérfræðingum Fótbolta.net um Pepsi-deildina en hann fylgdist með stórleiknum á KR-velli í gær þegar FH kom í heimsókn. Hafnarfjarðarliðið vann 3-1 útisigur eftir að hafa lent undir í leiknum en markalaust var í hálfleik

Sjá einnig:
Smelltu hér til að skoða skýrsluna úr leiknum

Hann segir að breytingar Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, hafi skilað sigrinum.

„Fyrri hálfleikurinn var nú ekkert spes sóknarlega séð. Mikið búið að blása þennan leik upp og lítið um færi. Seinni hálfleikurinn fannst mér hinsvegar var allt annar leikur. KR-ingarnir koma inn í seinni hálfleikinn mjög flottir og skora gott mark. Svo fór FH-vélin í gang. Þá var allt annað að sjá til liðsins, sérstaklega eftir að Heimir gerir breytingu á liðinu sem skilar sér," segir Jörundur og hrósar Atla Viðari Björnssyni og Bjarna Þór Viðarssyni fyrir þeirra innkomu.

„Þeir sem koma inn á hafa tækifæri til að breyta leikjum og þeir gerðu það svo sannarlega í gær. Svo er FH auðvitað með mann stóru leikjanna, Atla Guðnason. Hann kláraði þennan leik fyrir Hafnfirðing."

FH byrjaði leikinn í 4-4-2. „Mér fannst þetta nýja kerfi ekki alveg vera að fúnkera. Svo eftir að þeir lentu undir og breyttu þessu aðeins þá fór vélin í gang. Þeir hafa svo mikil gæði og það var virkilega gaman að sjá til þeirra," segir Jörundur en honum fannst KR alls ekki spila illa í leiknum.

„Róbert Örn Óskarsson bjargar FH í tví- eða þrígang með frábærum markvörslum. Ef KR hefði skorað þá, þá hefði leikurinn eflaust ekki endað með sigri FH. Þetta var svolítið stöngin inn, stöngin út í gær. KR-ingar voru klaufar að klára ekki færin sem þeir fengu. Miðað við fyrstu 60 mínúturnar, þá litu KR-ingarnir mjög vel út. Þeir höfðu ágætis tök á leiknum."

„FH-vélin var hinsvegar sett í gang. Maður sá til dæmis gæðin í leikmönnunum, í öðru marki FH. Þar finnur Atli Viðar, Atla Guðna. í gegn með frábærri sendingu og Atli Guðna. klárar færið á mjög smekklegan hátt. Það var merki um gæða leikmenn í góðu liði," segir Jörundur.
Athugasemdir
banner
banner
banner