Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 26. september 2015 21:42
Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgríms fékk heiðursverðlaun Fótbolta.net
Heimir Hallgrímsson með viðurkenningu sína í kvöld.
Heimir Hallgrímsson með viðurkenningu sína í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Fótbolti.net veitti heiðursverðlaun sín í annað sinn rétt áðan á Bjórgarðinum þar sem lokahóf 1. og 2. deildar stendur yfir. Þar er fólk verðlaunað fyrir framlag þeirra til íslenska boltans.

Heiðursverðlaun Fótbolta.net 2015 hlýtur Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.

Verðlaunin hlýtur hann fyrir þau jákvæðu samskipti sem hafa ríkt milli landsliðsins og fjölmiðla og stuðningsmanna.

Eftir að Heimir tók til starfa hjá KSÍ hefur verið lyft grettistaki í öllu fjölmiðlaumhverfi kringum landsliðið, það er bæði orðið faglegra og jákvæðara fyrir alla aðila. Fjölmiðlafundir hafa tekið stakkaskiptum og Heimir hefur alltaf verið tilbúinn að taka upp símann þegar fjölmiðlar hafa haft spurningar.

Þá hefur hann haldið fundi fyrir fjölmiðla og stuðningsmenn þar sem hann hefur veitt meira innsýn inn í starf sitt og Lars Lagerback.

Fjölmiðlar eru tenging milli liða og stuðningsmanna og það gerir Heimir sér grein fyrir.

Sjá einnig:
Viðar M. Þorsteinsson fékk heiðursverðlaunin 2014
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner