Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 18. júlí 2016 23:25
Elvar Geir Magnússon
Lið 11. umferðar: Willum við stjórnvölinn
Hilmar Árni átti mjög góðan leik í Ólafsvík.
Hilmar Árni átti mjög góðan leik í Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Gunnleifur Gunnleifsson varði víti.
Gunnleifur Gunnleifsson varði víti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elleftu umferð Pepsi-deildarinnar lauk í kvöld með 2-0 sigri Reykjavíkur-Víkinga gegn Þrótti. Hér má sjá úrvalslið Fótbolta.net og Domino's úr þessari umferð.

Þjálfari umferðarinnar er Willum Þór Þórsson sem stýrði KR-ingum til öruggs sigurs í fallbaráttuslag gegn Fylki. Skyndilega er markastíflan brostin!

KR á tvo leikmenn í úrvalsliðinu. Morten Beck var frábær í hlutverki sóknarbakvarðar og Óskar Örn Hauksson var í frábærum gír.



Breiðablik stimplaði sig vel inn í toppbaráttuna með öruggum sigri gegn Fjölni. Gunnleifur Gunnleifsson varði vítaspyrnu, Damir Muminovic var traustur í vörninni og Árni Vilhjálmsson mætti aftur í deildina með hvelli og lagði upp öll þrjú mörkin í 3-0 sigri.

Skagamenn halda áfram á magnaðri siglingu og unnu Val. Andri Adolphsson var ljósasti punkturinn hjá Hlíðarendaliðinu og skoraði glæsilegt mark. Ármann Smári Björnsson var besti maður ÍA í leiknum.

ÍBV á tvo leikmenn eftir 1-1 jafntefli gegn FH. Það eru bakvörðurinn Jón Ingason og miðjumaðurinn Pablo Punyed en sá síðarnefndi var valinn maður leiksins.

Magnaðar spyrnur Hilmars Árna Halldórssonar, leikmanns Stjörnunnar, reyndust banvænar fyrir Víking Ólafsvík. Mikilvægur sigur Garðabæjarliðsins. Þá er Óttar Magnús Karlsson í liðinu en hann átti glæsilega innkomu fyrir Víking Reykjavík gegn Þrótti og gerði gæfumuninn í kvöld.

Sjá einnig:
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner