Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
banner
   lau 01. október 2016 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Jón Gísli Ström. Ég lofa að skora 15+ mörk
Jón Gísli með viðurkenningu sína í gær.
Jón Gísli með viðurkenningu sína í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það gekk allt upp í sumar hjá okkur. Við unnum í okkar markmiðum og gerðum allt sem við gátum. Það gekk upp núna," sagði Jón Gísli Ström markahæsti leikmaður 2. deildar karla við Fótbolta.net í gærkvöldi.

Jón Gísli var útnefndur leikmaður ársins í deildinni á lokahófi Fótbolta.net í gærkvöldi en það eru þjálfarar og fyrirliðar í deildinni sem velja.

„Við höfum verið svolítið að klúðra þessu undanfarin ár en núna erum við komnir með stóran og þéttan hóp og allir búnir að læra og fá fleiri leiki. Það eru allir reyndar, þjálfarar og við. Við erum tilbúnir að gera eitthvað í Inkasso," sagði hann.

ÍR vann deildina með 54 stig á meðan Grótta sem kom í 2. sætinu fékk 43 svo liðið hafði nokkra yfirburði.

„Ég myndi segja það. Við pökkuðum þessu saman," sagði Jón Gísli. „Þetta er félagið sem ég hef alist upp í og mér líður vel þar. Ég vildi bara komast upp úr þessari deild, við erum þannig klúbbur að við eigum heima ofar."

Hann skoraði 22 mörk í 21 leik og segist ætla að skora sín mál og sjá til um framhaldið. Hann er þó með markmið í markaskorun með ÍR næsta sumar.

„Ég skora 15+, ég lofa því," sagði hann og lofaði að ÍR geri góða hluti næsta sumar."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner