Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   fös 28. september 2018 22:33
Fótbolti.net
Heimir í Eyjabita fékk heiðursverðlaun Fótbolta.net
Heimir á leik með Magna á Grenivík.
Heimir á leik með Magna á Grenivík.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net veitti heiðursverðlaun sín í fimmta sinn á í kvöld á Hard Rock. Heiðursverðaunin voru veitt á sama tíma og lokahóf 1. og 2. deildar karla og kvenna fór fram.

Heiðursverðlaun Fótbolta.net voru í fyrsta skipti afhent árið 2014 en þar er fólk verðlaunað fyrir framlag þeirra til íslenska boltans.

Heimir Ásgeirsson, eigandi harðfiskverkunarinnar Eyjabita, á Grenivík fær verðlaunin í ár. Eyjabiti hefur verið aðalstyrktaraðili Draumaliðsdeildarinnar á Fótbolta.net undanfarin tvö ár.

Þegar öll sund virtust lokuð vorið 2017 kom Heimir inn og bjargaði Draumaliðsdeildinni.

Heimir er einnig öflugur í starfi Magna á Grenivík en Magnamenn hafa hrifið marga með því að komast upp í Inkasso-deildina þar sem þeir náðu að halda sæti sínu á ævintýralegan hátt um síðustu helgi.

Á Grenivík hafa Magnamenn búið til eitt skemmtilegasta umhverfi í kringum fótboltalið á Íslandi en búið er að reisa glæsilega stúku, vefútsendingar eru frá leikjum og verið er að byggja nýja búningsaðstöðu.

Sjá einnig:
Gaupi fékk heiðursverðlaunin 2017
Ómar Smárason fékk heiðursverðlaunin 2016
Heimir Hallgrímsson fékk heiðursverðlaunin 2015
Viðar M. Þorsteinsson fékk heiðursverðlaunin 2014
Athugasemdir
banner
banner