Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 04. apríl 2018 21:24
Magnús Már Einarsson
Guardiola: Enginn hefur trú á því að við förum áfram
Mynd: Getty Images
„Enginn hefur trú á því að við förum áfram. Við munum sannfæra okkur sjálfa á morgun," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir 3-0 tapið gegn Liverpool á Anfield í kvöld.

Manchester City náði ekki skot á markið í leiknum en Guardiola kom sínum mönnum til varnar á fréttamannafundi í kvöld.

„Við mættum frá byrjun leiks og sýndum frábæran karakter en þeir skoruðu mark. Við héldum áfram að spila en þeir skoruðu tvö mörk í viðbót. Þetta er erfitt. Þeir áttu 10-15 mínútur í fyrri hálfleik þar sem þeir voru betri."

„Í seinni hálfleik reyndum við allt en við gátum ekki fundið mark. Við stjórnuðum leiknum þrátt fyrir fyrstu tvö mörkin en þeir skoruðu. Ég er ekki með eftirsjá og ég get ekki kvartað. Enginn hefur trú ennþá en við eigum annan leik eftir."

„Þeir áttu tvær sóknir og skoruðu tvö mörk. Það var erfitt en við vorum virkilega góðir það sem eftir var af leiknum. Við þurftum að skora en þeir vörðust meira. Við þurfum að taka þessu. Núna eigum við United heima og síðan Liverpool heima. Við sjáum hvað gerist. Auðvitað er þetta erfitt en við höfum trú."

Athugasemdir
banner
banner