Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 08. september 2017 11:05
Elvar Geir Magnússon
Lið 16. umferðar: Þrír frá KR eftir sigurinn gegn FH
Skúli Jón Friðgeirsson er í liðinu.
Skúli Jón Friðgeirsson er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gísli Eyjólfs er í úrvalsliðinu í þriðja sinn.
Gísli Eyjólfs er í úrvalsliðinu í þriðja sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Karl er leikmaður umferðarinnar.
Einar Karl er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
16. umferð Pepsi-deildar karla lauk loks fyrir rúmri viku þegar KR vann 1-0 útisigur gegn FH í Kaplakrika í leik sem hafði verið færður til. Aðrir leikir umferðarinnar voru leiknir 20. og 21. ágúst.

Þar sem Pepsi-deildin fer á flug aftur á morgun eftir landsleikjahlé erum við á síðasta snúningi að opinbera úrvalslið umferðarinnar.



KR á þrjá fulltrúa eftir sigurinn í Krikanum. Það eru Willum Þór Þórsson þjálfari, varnarmaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson og miðjumaðurinn Pálmi Rafn Pálmarson.

ÍBV vann nauðsynlegan 1-0 útisigur gegn ÍA í fallbaráttunni. Brian McLean og Pablo Punyed eru í úrvalsliðinu. Darko Bulatovic er fulltrúi KA sem var heppið að ná í 1-0 útisigur gegn Víkingi Reykjavík.

Breiðablik gerði góða ferð til Ólafsvíkur og vann 3-0 sigur.Gísli Eyjólfsson skoraði draumamark í þeim leik og Aron Bjarnason komst einnig á blað og er í úrvalsliðinu.

Stjörnumennirnir Jósef Kristinn Jósefsson og Jóhann Laxdal eru í liðinu eftir 4-0 sigur gegn Fjölni.

Þá vann Valur 2-0 sigur gegn Grindavík þar sem Einar Karl Ingvarsson skoraði bæði mörkin. Einar er leikmaður umferðarinnar. Anton Ari Einarsson í marki Vals átti frábæran leik og er einnig í úrvalsliðinu.

Sjá einnig:
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner