Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   mið 11. október 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Helgi Kolviðs: Þurfti ekki að hugsa mig um í eina mínútu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson mætti með þjálfarateymið með sér á blaðamannafundinn eftir leikinn gegn Kosóvó á mánudaginn. Með sigrinum í leiknum komst Ísland á HM í fyrsta sinn, en margir erlendir blaðamenn mættu á fundinn.

Einn þeirra spurði Heimi hvort það hefði ekki verið erfitt að fylgja á eftir árangrinum frá EM í Frakklandi, sérstaklega í ljósi þess að Lars Lagerback hefði ákveðið að stíga til hliðar.

Sjá einnig:
Heimir: Bjórinn er ekki góður daginn eftir

Helgi Kolviðsson, sem tók við sem aðstoðarlandsliðsþjálfari, fékk líka að svara spurningunni.

„Ég kom inn á síðasta ári og var í njósnateyminu. Ég fékk að kynnast öllum og tala við Heimi," sagði Helgi.

„Þegar allt var búið í Frakklandi þá spurði Heimir mig hvort ég gæti komið inn sem aðstoðarþjálfari. Ég þurfti ekki að hugsa mig um í eina mínútu um hvort ég ætti að taka starfið eða ekki. Það var alltaf skemmtilegast sem leikmaður að spila með landsliðinu."

„Ég sá þetta í Frakklandi, lið sem gæti náð mjög langt. Mér fannst þetta spennandi verkefni og ég vildi hjálpa landinu mínu."
Athugasemdir
banner
banner
banner