Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. júní 2018 23:30
Gunnar Logi Gylfason
Martinez fer fögrum orðum um Hazard
Eden Hazard
Eden Hazard
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belga, fer fögrum orðum um fyrirliða landsliðsins síns, Eden Hazard.

Hazard leikur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann lenti í 5. sæti með liðinu í deildinni auk þess að vinna enska bikarinn.

„Þú getur aldrei borið leikmenn saman en í einn á einn stöðu þá er hann einn sá besti í heiminum."

„Hann endaði síðasta tímabil frábærlega. Hann vann bikar og undanúrslitin og úrslitin á Wembley undirbjuggu hann fullkomlega. Í síðustu tveimur vináttulandsleikjum okkar hefur hann litið vel út," segir spænski þjálfarinn.

„Hann er á í góðu sambandi við leikmennina í kringum hann og það hjálpar honum að hafa áhrif á það sem er í gangi. Hann virkar ferskur og andlega tilbúinn."

Belgar mæta Panama í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu á morgun en það verður fyrsti leikur Panama á heimsmeistaramóti í sögunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner