Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 19. september 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Danir náðu samkomulagi í gær og spila við Ungverja í dag
Mynd: Getty Images
Eins og greint var frá um helgina hafa leikmenn danska kvennalandsliðsins staðið í launadeilum við knattspyrnusambandið.

Miklar deilur hafa átt sér stað á milli landsliðsstelpnanna og danska knattspyrnusambandsins síðan Evrópumótinu lauk en þar endaði Danmörk í 2. sæti. Þessar deilur snúast um kaup og kjör og að auki hefur gengið erfiðlega fyrir landsliðskonurnar að fá bónusgreiðslur.

Um helgina var útlit fyrir að leikmenn danska liðsins myndu ekki spila gegn Ungverjalandi í undankeppni HM í kvöld.

Í gær náðist samkomulag hins vegar á milli aðila og því spilar danska liðið leikinn í kvöld.

Gengið verður endanlega frá samningi milli leikmanna og danska knattspyrnusambandsins síðar í vikunni en leikmenn klára fyrst leikinn við Ungverja í kvöld.

Sjá einnig:
Danskar landsliðskonur ósáttar og spila ekki næsta leik
Danska karlalandsliðið vill að konurnar fái sömu bónusa
Sara Björk um ástandið í Danmörku: Verður ekkert verkfall hjá okkur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner