Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   sun 17. september 2017 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danskar landsliðskonur ósáttar og spila ekki næsta leik
Mynd: Getty Images
Danska kvennalandsliðið stóð sig frábærlega á síðasta Evrópumóti. Þær fóru alla leið í úrslitaleikinn þar sem þær töpuðu gegn heimamönnum í Hollandi.

Miklar deilur hafa átt sér stað á milli landsliðsstelpnanna og knattspyrnusambandsins síðan Evrópumótinu lauk. Þessar deilur snúast um kaup og kjör og að auki hefur gengið erfiðlega fyrir landsliðskonurnar að fá bónusgreiðslur.

Vonast var til þess að málið yrði leyst í gær, en eftir langar viðræður tókst það ekki. Pernille Harder, landsliðsfyrirliði, segir að það hafi munað gríðarlega litlu, en knattspyrnusambandið hafi verið í tímaþröng og það hafi því slitið viðræðunum.

Danmörk er að fara að spila sinn fyrsta leik í undankeppni HM, gegn Ungverjum á þriðjudaginn, en knattspyrnusambandið þarf að finna nýja leikmenn fyrir þann leik. Ef knattspyrnusambandið finnur ekki nýja leikmenn verður einhver önnur lausn að finnast.

Lestu nánar um málið á vef RÚV.
Athugasemdir
banner
banner