Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 20. apríl 2024 18:29
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: Bernardo Silva skaut Man City í úrslit
Bernardo Silva kom Man City í úrslit
Bernardo Silva kom Man City í úrslit
Mynd: Getty Images
Nicolas Jackson fór illa með færin
Nicolas Jackson fór illa með færin
Mynd: Getty Images
Manchester City 1 - 0 Chelsea
1-0 Bernardo Silva ('84 )

Manchester City er komið í úrslitaleik enska bikarsins annað árið í röð en það var Bernardo Silva sem skoraði eina markið í 1-0 sigri á Chelsea á Wembley í dag.

Chelsea-menn voru svolítið brothættir aftast til að byrja með en Man City tókst ekki að nýta sér klaufagang í vörn Lundúnaliðsins.

Eftir það varð þetta þægilegra. Chelsea gaf Man City ekki mikinn tíma á boltann og fór þetta að líta betur út.

Nicolas Jackson fékk algert dauðafæri á 28. mínútu. Hann keyrði inn í teig, framhjá Stefan Ortega í markinu en náði ekki að klára færið.

Chelsea var eflaust ánægt með að halda hreinu áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks en vonsvikið að hafa ekki skorað. Það átti heldur betur eftir að koma í bakið á liðinu.

Jackson fékk tvö góð færi snemma í síðari hálfleik. Fyrst varði Ortega frá honum eftir undirbúning Conor Gallagher og síðan átti hann slakan skalla eftir sendingu Cole Palmer.

Þegar aðeins sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma kom sigurmarkið. Jeremy Doku fann Kevin De Bruyne vinstra megin við markið, sem kom honum fyrir. Djordje Petrovic, markvörður Chelsea, varði boltann út á Bernardo Silva sem þrumaði honum í varnarmann Chelsea og í netið.

Chelsea fékk fullt af færum til að skora í leiknum. Ben Chilwell átti hörkusprett upp vinstri vænginn með Raheem Sterling alveg dauðafríaan í teignum en vinstri bakvörðurinn var allt of lengi að skila boltanum frá sér.
Athugasemdir
banner