Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 20. apríl 2024 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Ævintýraleg endurkoma Lyon
Stelpurnar í Lyon eru einum leik frá úrslitaleiknum
Stelpurnar í Lyon eru einum leik frá úrslitaleiknum
Mynd: Getty Images
Lyon 3 - 2 PSG
0-1 Marie-Antoinette Katoto ('44 )
0-2 Marie-Antoinette Katoto ('48 )
1-2 Kadidiatou Diani ('80 )
2-2 Daelle Melchie Dumornay ('85 )
3-2 Amel Majri ('86 )

Franska stórliðið Lyon vann ótrúlegan 3-2 endurkomusigur á Paris Saint-Germain í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Lyon, sem er það sigursælasta í sögu Meistaradeildarinnar, lenti tveimur mörkum undir. Hin stæðilega Marie-Antoinette Katoto skoraði tvö mörk með stuttu millibili, sitt hvoru megin við hálfleikinn.

Katoto skoraði fyrra markið af stuttu færi eftir sendingu frá hægri og seinna markið var eftir smá vandræðagang í teig Lyon.

Allt stefndi í að PSG væri að setja annan fótinn í úrslitaleikinn en þá kom sex mínútna kafli þar sem Lyon sýndi af hverju það er eitt besta lið heims.

Kadidiatou Diani teygði sig í sendingu inn í teignum og lak boltinn í netið. Daelle Melchie Dumornay og Amel Majri skoruðu tvö mörk til viðbótar með mínútu millibili til að færa Lyon sigurinn og halda þeim vel á lífi í þessu einvígi.

Seinni undanúrslitaleikurinn fer fram á heimavelli PSG í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner