Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 20. júní 2018 11:12
Ívan Guðjón Baldursson
Hörður Björgvin til CSKA (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon er genginn í raðir CSKA Moskvu eftir tvö ár í Bristol. Hörður er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning.

Hörður er orðinn mikilvægur hlekkur í íslenska landsliðinu og verður einn af fáum Íslendingum til að spila í Meistaradeildinni þegar CSKA mætir til leiks í haust.

„Ég vil þakka Herði fyrir allt sem hann hefur gert fyrir félagið. Hann stóð sig mjög vel hérna og bætti sig mikið sem leikmaður," sagði Lee Johnson, þjálfari Bristol.

„Það líkar öllum vel við hann og ég óska honum alls hins besta hjá CSKA, þar sem hann fær tækifæri til að skína í Meistaradeildinni."




Athugasemdir
banner
banner
banner