Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fös 21. apríl 2017 22:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þurftu að eyða furðulegu tísti um Ugo Ehiogu
Ehiogu lést í morgun.
Ehiogu lést í morgun.
Mynd: Getty Images
BBC þurfti að eyða tísti um Ugo Ehiogu, sem lést í morgun eftir að hafa fengið hjartaáfall á æfingasvæði Tottenham í gær. Ehiogu var unglingaþjálfari hjá Tottenham.

Ehiogu lést í morgun, en hann var aðeins 44 ára gamall. Margir lýstu yfir samúð sinni á samfélagsmiðlum, en tíst frá BBC um Ehiogu féll ekki vel í kramið hjá Twitter-notendum.

Í tístinu er birt mynd af tölum Ehiogu í Championship Manager-tölvuleiknum og við það stendur: „Lítið bara á tölur Ugo Ehiogu í Championship Manager 2... Þvílíkur ferill sem þessi fyrrum leikmaður Aston Vill átti," en þetta voru margir ósáttir með.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og í kjölfarið eyddi BBC tístinu. BBC sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þeir báðust afsökunar og báru við dómgreindarleysi.



Athugasemdir
banner
banner