Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   sun 21. apríl 2024 11:25
Brynjar Ingi Erluson
Emery sagður efstur á blaði hjá Bayern
Unai Emery
Unai Emery
Mynd: EPA
Spænski stjórinn Unai Emery er sagður efstur á blaði hjá Bayern München. BILD greinir frá.

Thomas Tuchel mun yfirgefa Bayern eftir þetta tímabil en margir hafa verið orðaðir við félagið.

Xabi Alonso var skotmark númer eitt áður en hann ákvað að vera áfram hjá Bayer Leverkusen.

Julian Nagelsmann var einnig orðaður við endurkomu áður en hann framlengdi samning sinn hjá þýska landsliðinu.

Roberto De Zerbi, Zinedine Zidane og Hansi Flick eru einnig á blaði hjá Bayern, en BILD segir að Unai Emery, stjóri Aston Villa, sé nú efstur á því blaði.

Emery hefur gert ótrúlega hluti með Aston Villa á tímabilinu en liðið er í baráttu um að komast í Meistaradeild Evrópu.

Max Eberl, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern, er hrifinn af bæði De Zerbi og Emery en hallast þó frekar að því að ráða Emery frekar en De Zerbi.
Athugasemdir
banner
banner
banner