Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   sun 21. apríl 2024 22:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sverrir Ingi tapaði í toppslagnum - Eupen í erfiðri stöðu
Mynd: Getty Images
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Midtjylland þegar liðið tapaði gegn Bröndby í toppslagnum í dönsku deildinni í kvöld en var tekinn af velli undir lok leiksins.


Bröndby komst í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en Midtjylland minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik en nær komust þeir ekki. Bröndby er á toppnum með 55 stig en Midtjylland í öðru sæti með 52 stig þegar sex leikjum er enn ólokið.

Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Eupen þegar liðið tapaði 1-0 gegn Charleroi í fallbarátunni í belgísku deildinni. Alfreð Finnbogason var ekki með vegna meiðsla. Eupen er á botninum með 25 stig rétt eins og Freyr Alexanderson og félagar í Kortrijk.

RWDM er í þriðja neðsta sæti með 30 stig þegar þrír leikir eru eftir en tvö neðstu liðin falla í næst efstu deild og þriðja neðsta liðið fer í umspil um að halda sæti sínu.

Wolfsburg vann 4-1 sigur á Duisburg í þýsku kvennadeildinni í dag en Ingibjörg Sigurðardóttir kom inn á sem varamaður í liði Duisburg í upphafi síðari hálfleiks. Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki með Wolfsburg vegna meiðsla.

Wolfsburg er í 2. sæti með 44 stig, fjórum stigum á eftir Bayern sem á leik til góða. Duisburg er á botninum aðeins með fjögur stig og er fallið niður í næst efstu deild.


Athugasemdir
banner
banner