Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 22. apríl 2024 11:31
Elvar Geir Magnússon
Segir óvissuna um framtíð Ten Hag ekki hafa áhrif á hópinn
Bruno Fernandes og Erik ten Hag.
Bruno Fernandes og Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United segir að óvissan og umtalið um starfsöryggi stjórans Erik ten Hag hafi ekki áhrif á leikmannahópinn.

Margir búast við því að Ten Hag verði látinn fara eftir tímabilið en United skreið áfram í úrslitaleik FA-bikarsins í gær eftir að hafa unnið Coventry í vítakeppni í undanúrslitum á Wembley.

„Umræðan um stjórann hefur ekki áhrif á leikmenn, við einbeitum okkur að öllu því sem við höfum að keppa um út tímabilið. Við eigum enn möguleika á Evrópusæti í gegnum deildina, viljum enda eins ofarlega og hægt er. Svo er bikarúrslitaleikur framundan," segir Bruno.

„Við eigum ekki að hafa áhyggjur af utanaðkomandi umræðu. Það eru eigendur á félaginu og stjórnarmenn sem sjá um þessa hluti. Vinna okkar leikmanna snýst um að skila frammistöðu á vellinum og leggja okkur fram."
Athugasemdir
banner