Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 22. apríl 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ter Stegen vill innleiða marklínutækni - „Skammarlegt"
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Leikmenn Barcelona voru brjálaðir yfir ákvörðun dómarans að taka mark af Lamine Yamal í erkifjendaslagnum gegn Real Madrid í gær. Marc Andre Ter Stegen vill innleiða marklínutækni í spænska boltann.


Yamal virtist setja boltann í markið eftir tæplega hálftíma leik og koma Barcelona í 2-1 en markið var dæmt ógilt þar sem VAR taldi að boltinn hafi ekki verið farinn yfir línuna.

Marklínutæknin er notuð í langflestum af stærstu deildum Evrópu en ekki á Spáni. Ter Stegen tjáði sig um atvikið eftir leikinn.

„Ég finn ekki orðin til að lýsa því hvað gerðist. Þetta er skammarlegt fyrir fótboltann. Það er hellingur af peningum í þessum iðnaði en ekki fyrir það sem er mikilvægt," sagði Ter Stegen.

„Ég skil ekki hvernig þeir hafa ekki efni á að innleiða tæknina sem aðrar deildir hafa."

Xavi tók undir með Ter Stegen.

„Ef við viljum segja að þetta sé besta deild í heimi þá þurfum við tæknina. Allir hafa séð þetta. Hvað get ég sagt? Deildin getur refsað mér. Myndirnar eru þarna, þetta er algjört óréttlæti," sagði Xavi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner