Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   þri 23. apríl 2024 10:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gary Martin spilar í Ólafsvík í sumar
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gary Martin er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga í raðir Víkings Ólafsvíkur og mun spila með þeim í 2. deild í sumar.

Gary er 33 ára framherji sem leikið hefur með Selfossi undanfarin ár. Hann er Englendingur sem kom fyrst til Íslands árið 2010 og raðaði inn mörkum fyrir ÍA. Alls hefur hann skorað 179 mörk í 329 KSÍ leikjum.

Gary var samningsbundinn Selfossi út komandi tímabil en það var nokkuð ljóst að hann myndi ekki spila með liðinu ef annað félag vildi fá hann.

Ólsarar spila í 2. deild líkt og Selfoss í sumar. Deildin þar byrjar 4. maí og eiga Ólsarar þá heimaleik gegn Völsungi. Víkingur Ó. og Selfoss mætast svo í 4. umferð í Ólafsvík.

Eftir að Gary sló í gegn með ÍA fór hann í KR þar sem hann var virkilega góður. Hann hefur einnig leikið með Víkingi, Val og ÍBV hér á landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner