Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 24. apríl 2016 10:45
Óðinn Svan Óðinsson
Manchester United ætlar að losa sig við Memphis
Powerade
Memphis Depay á leið í burtu?
Memphis Depay á leið í burtu?
Mynd: Getty Images
Kasper Schmeichel á leið til Barcelona?
Kasper Schmeichel á leið til Barcelona?
Mynd: Getty Images
Sumarið færist nær með hverjum deginum og þá styttist í að leikmenn gangi kaupum og sölum. BBC tók saman þennan slúðurpakka.


Jose Mourinho hefur loksins skrifað undir samning og um að taka við liði Manchester United. Þetta verður tilkynnt á næstu vikum. (Sunday Express)

Manchester United vill selja Memphis Depay, aðeins ári eftir að hann var keyptur á 25 milljónir punda frá PSV Eindhoven (Sunday Mirror)

Manchester City, Paris Saint-Germain og Real Madrid hafa blandað sér í baráttunna um portúgalska miðjumannin Renato Sanches. (Sunday Times)

Stevan Jovetic, leikmaður Manchester City sem nú er í láni hjá Inter Milan er efstur á óskalista Antonio Conta nýráðins þjálfara Chelsea (Star un Sunday)

Crystal Palace hefur áhuga á enska unglingalandsliðsmanninum Domenic Lorfa en hann er á mála hjá Wolves ( Sun )

Barcelona vill fá danska markmanninn Kasper Schmeichel í sumar til að fylla skarð Marc-Andre ter Stegen sem er á leið frá félaginu. (Sun)

Tottenham hefur gert tilboð uppá 16 milljónir punda í Sofiane Boufal leikmann Lille en hann er einnig á óskalista Manchester United, Chelsea og Arsenal. (Sunday Express)

Tottenham mun ganga frá kaupum á Alexandre Lacazette leikmanni Lyon í sumar fyrir 23.5 milljónir punda. (Sunday Mirror)

Mamadou Sakho gæti misst af Evrópumótinu í sumar en hann gæti fengið keppnisbann þangað til í október, eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. (Sun)

Nigel Pearson fyrrum þjálfari Leicester átti í viðræðum við Steve Holls stjórnarformann Aston Villa í síðustu viku um að taka við liðinu. (Sunday Mirror)

Arsene Wenger, þjálfari Arsenal viðurkennir að hann viti ekki hvort Theo Walcott eigi framtíð hjá félaginu. (Sky Sports)

Hugo Lloris, markvörður Tottenham hefur viðurkennt að hann hafi verið á leið frá félaginu þegar Mauricio Pochettino tók við liðinu. (Eurosport)
Athugasemdir
banner
banner