Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   þri 28. febrúar 2017 14:29
Elvar Geir Magnússon
Pepe Mel tekur við Deportivo
Pepe Mel er tekinn við Deportivo.
Pepe Mel er tekinn við Deportivo.
Mynd: Getty Images
Pepe Mel, fyrrum stjóri Real Betis og West Bromwich Albion, tekur við Deportivo La Coruna á Spáni eftir að Gaizka Garitano var rekinn.

Mel var rekinn um áramótin frá Real Betis.

Stjórn Deportivo ákvað að skipta um þjálfara eftir dapurt gengi að undanförnu, liðið er án sigurs á árinu 2017 og hefur tapað fjórum síðustu leikjum.

Deportivo er aðeins tveimur stigum frá fallsæti í La Liga.

Hinum 54 ára gamla Mel margt til lista lagt utan fótboltans. Mel hefur meðal annars gefið út tvær skáldsögur en þær heita Liar og The Road to the Afterlife.
Athugasemdir
banner
banner
banner