Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   þri 29. október 2013 20:09
Brynjar Ingi Erluson
Þórir Hákonar í Kastljósinu: Hef ekki haft tíma til að íhuga stöðu mína
Þórir Hákonarson
Þórir Hákonarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Króatíu í nóvember
Ísland mætir Króatíu í nóvember
Mynd: Fótbolti.net - Árni Torfason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Árni Torfason
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, var gestur í Kastljósinu á RÚV í kvöld en Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss ræddi við hann um miðasölumálið sem hefur verið í gangi í dag.

Miði.is hóf sölu á miðum á landsleik Íslands og Króatíu í nótt, eða klukkan 04:00 og var uppselt á leikinn tæplega um 08:00 en óhætt er að segja að tímasetningin á miðasölunni hafi verið ansi furðuleg.

Hvergi var auglýst að miðasalan færi fram svo snemma, en KSÍ hafði gefið út að miðasaln færi fram á þriðjudagsmorgni, þó ekki um nótt. Þórir sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segir að mistök hafi verið gerð í miðasölunni og að draga megi lærdóm af því.

Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, spurði hann út í málið og hvernig staðið var að þessu.

,,Við fengum þær leiðbeiningar frá Miði.is að ekki væri æskilegt að selja þetta á sama tíma og það voru miðar á tónleika í sölu. Ég bar það undir þá hvort við ættum að minnka þá með því að setja miðasöluna um miðja nótt eða snemma morguns og minnka álagið," sagði Þórir á RÚV í kvöld.

,,Ákvörðunin er mín og ég tók hana að hefja þetta á þessum tíma og ég taldi í góðri trú að þarna væri ég að koma í veg fyrir að illa færi. Það togast á ákveðið sjónarmið í þessu, það er hárrétt. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta myndi seljast upp á einni nóttu en það var raunin."

,,Ég hef komið inn á það og kom inn á það í yfirlýsingunni að ég geri mistök að setja miðasöluna á þessum tíma og mér er það fyllilega ljóst og ég biðst afsökunar á því, þetta var þó gert í góðri trú."

,,Það sem ég vildi koma á framfæri er að ég gæti ímyndað mér að eftirspurnin væri 25-30 þúsund miðar og þá verður það alltaf þannig að það að ég geti ekki selt öllum þeim sem vilja miða á völlinn, ég get ekki selt öllum á völlinn sem að vildu koma og það vekur upp spurningar hvort að Laugardalsvöllurinn sé alltof lítill fyrir slíkan viðburð."

,,Það má segja það en við vildum reyna að gera þetta í sem mestri sanngirni. Við tókum ákvörðun að hækka ekki miðaverðið en síðan var þessi áhætta að mínu mati að miðasölukerfið myndi ekki þola álagið."

,,Það var ekkert verið að lauma því í sjálfu sér. Það hefur verið bent á það í dag og ég er ekki að reyna að afsaka það en hinsvegar er alltaf spurning um það hvenær tímasetningin á að vera og þetta eru mjög sérstakar aðstæður, þetta er þriðji leikurinn í röð sem er uppselt."

,,Ég veit ekki hvort það hefur lekið eitthvað sérstaklega út en það hefur lekið út þá hefur verið miklu meiri sala á þeim tíma. Ég hef ekki vitneskju um það, það voru ekki margir starfsmenn sambandsins sem vissu nákvæma tímasetningu á þessu."

,,Það hafa verið 3-4 sem vissu af þessu. Ég mun kanna það mál hvort að fótur sé fyrir því, ég tel í augnablikinu ekki ástæðu til þess að innkalla miða. Ég held að það myndi skapa verulega mikið vandamál, en við munum hugleiða þetta núna og allur dagurinn í dag hefur farið í þetta mál og við höfum ekki getað sest niður og farið í það."

,,Auðvitað er alltaf áhyggjuefni að umræðan er neikvæð um knattspyrnuhreyfinguna. Þetta er mjög víðamikil starfsemi og margar hliðar á henni, þetta er ekki bara að stjórna einu landsliði eða slíkt, við erum að reyna að bjóða upp á góða aðstöðu,"
sagði hann ennfremur.

Sigmar ræddi um orðspor knattspyrnusambandsins, en mikið hefur verið um neikvæða umfjöllun á sambandinu og ræddi hann þá meðal annars um greiðslukortin sem notuð voru erlendis á næturklúbbum og strípistöðum.

,,Nú ertu að rifja upp málefni sem gerist langt fyrir mína tíð. Það var gert á þeim tíma, ég hef ekki tekið ákvörðun um það hvort ég ætli að hætta. Það sem gerðist núna er hlutur sem við munum öll læra af, ekki bara ég persónulega heldur allt ferlið sem við fórum í með miðasölu, en ég sagði það í dag að ég mun standa með þessari ákvörðun eða falla með henni."

Sigmar spurði þá út í það hvort að Þórir myndi íhuga það að segja upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri, en Þórir sagði að hann væri þó ekki búinn að íhuga það.

,,Ég hef satt besta að segja haft neitt sérstaklega mikinn tíma til að íhuga það, en ég hef ekkert spáð í vangaveltum yfir það eins og er," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner