Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
banner
   lau 01. nóvember 2025 23:15
Ívan Guðjón Baldursson
Frank vonsvikinn: Sé ekkert jákvætt við frammistöðuna
Mynd: EPA
Thomas Frank þjálfari Tottenham var vonsvikinn eftir tap á heimavelli gegn nágrönnunum í Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Chelsea jafnaði Tottenham á stigum með þessum sigri. Nágrannarnir deila fjórða sæti deildarinnar, með 17 stig eftir 10 umferðir.

„Chelsea var betra liðið í dag, það leikur enginn vafi á því. Strákarnir lögðu mikið á sig en frammistaðan var samt ekki góð. Orkustigið í liðinu var ekki nægilega hátt og það vantaði alla ákefð. Þetta var slæmur dagur fyrir okkur," sagði Frank.

„Við gerðum svo mikið af einföldum mistökum í sendingum og töpuðum boltanum alltof oft. Það er margt sem spilar inn í en strákarnir voru ekki nægilega ferskir. Það gekk ekkert upp hjá okkur, sama hvað við reyndum."

Bæði Tottenham og Chelsea hafa spilað 5 leiki á tveimur vikum frá síðasta landsleikjahléi. Þau eiga bæði tvo leiki í næstu viku áður en síðasta landsleikjahlé ársins ber að garði.

„Í fljótu bragði get ég ekki séð neitt jákvætt við frammistöðuna í dag. Við munum fara ítarlega yfir leikinn á næstu dögum."

Tottenham á heimaleiki gegn FC Kaupmannahöfn og Manchester United á næstu sjö dögum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner