Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 02. maí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City fær argentískan kantmann (Staðfest)
Dario Sarmiento.
Dario Sarmiento.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur fest kaup á argentíska kantmanninum Dario Sarmiento frá Estudiantes.

Sarmiento er kallaður 'mini Messi' en honum er spáð bjartri framtíð.

Hann verður leikmaður 1. júlí næstkomandi. Þessi 18 ára gamli leikmaður hefur spilað U16, U17 og U20 landslið Argentínu, og er búinn að spila 22 leiki fyrir aðallið Estudiantes.

Samkvæmt Fabrizio Romano þá skrifar hann undir fimm ára samning við City. Talið er að enska toppliðið muni borga allt að 10 milljónir evra fyrir hann. Estudiantes mun fá svo fá góðan hluta af næstu sölu.

Man City hefur verið mikið að leita á Suður-ameríska markaðinn í leit að ungum og spennandi leikmönnum. Á dögunum gekk félagið frá kaupum á hinum brasilíska Kayky.
Athugasemdir
banner
banner