Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. maí 2022 16:31
Elvar Geir Magnússon
Schlotterbeck til Dortmund (Staðfest)
Nico Schlotterbeck.
Nico Schlotterbeck.
Mynd: EPA
Borussia Dortmund hefur staðfest að félagið hafi gert samning við varnarmanninn Nico Schlotterbeck sem kemur frá Freiburg. Hann gerði fimm ára samning við Dortmund.

Schlotterbeck er 22 ára gamall og hefur spilað tvo landsleiki fyrir Þýskaland.

Kaupverð er ekki gefið upp en þýskir fjölmiðlar tala um 20 milljónir evra.

Dortmund er að styrkja varnarlínu sína fyrir næsta tímabil en félagið er að Niklas Sule sem kemur á frjálsri sölu frá Bayern München.

Sule, sem er 26 ára gamall og á 170 leiki að baki fyrir Bayern og 37 fyrir þýska landsliðið, vill takast á við nýja áskorun þar sem hann er þreyttur á að vera varaskeifa hjá Bayern.

Dortmund er í öðru sæti þýsku deildarinnar en er tólf stigum frá toppliði Bayern München sem þegar hefur tryggt sér Þýskalandsmeistaratitilinn, tíunda árið í röð.
Athugasemdir
banner