Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2022 11:04
Brynjar Ingi Erluson
Dean Henderson til Nottingham Forest (Staðfest)
Dean Henderson er mættur til Forest
Dean Henderson er mættur til Forest
Mynd: Nottingham Forest
Enski markvörðurinn Dean Henderson er búinn að skrifa undir eins árs lánssamning við Nottingham Forest en hann kemur frá Manchester United.

Henderson, sem er uppalinn hjá United, hefur verið varamarkvörður félagsins síðustu tvö ár en þar áður var hann á láni hjá Sheffield United.

Erik ten Hag, nýr stjóri United, ákvað að gefa honum græna ljósið á að fara út á láni á næsta tímabili til að halda áfram að þróa leik sinn en De Gea verður áfram markvörður númer eitt hjá United.

Forest tilkynnti í dag að Henderson er kominn til félagsins á láni og mun hann því standa í markinu hjá nýliðunum á komandi tímabili.

Henderson er 25 ára gamall og á einn A-landsleik að baki fyrir England.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner