Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 03. janúar 2018 14:33
Magnús Már Einarsson
Svava Rós til Röa (Staðfest)
Svava Rós fagnar marki í sumar.
Svava Rós fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava Rós Guðmundsdóttir, kantmaður úr Breiðabliki, hefur gengið til liðs við Röa í Noregi. Svava skrifaði undir eins árs samning við Röa en mbl.is greinir frá þessu.

Hin 22 ára gamla Svava er uppalin í Val en hún hefur leikið með Blikum undanfarin þrjú ár.

Svava hef­ur verið stoðsend­inga­hæsti leikmaður deild­ar­inn­ar síðastliðin tvö ár en hún hefur nú samið við Röa sem endaði í fimmta sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

„Ég fór og skoðaði aðstæður fyr­ir jól, æfði með liðinu og þetta leit allt mjög vel út. Ég er reynd­ar svo góðu vön hérna heima að geta æft inni og slíkt enda Breiðablik með mjög góða aðstöðu, en þetta leit mjög vel út,“ sagði Svava Rós við mbl.is.

Svava á að baki sex landsleiki en hún var ekki í hópnum sem fór á EM í Hollandi í sumar.

Fimm leikmenn hafa farið frá Breiðabliki í atvinnumennsku frá því síðastliðið sumar en auk Svövu fór Fanndís Friðriksdóttir til Marseille í Frakklandi, Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir fór til Verona á Ítal­íu, Rakel Hönnu­dótt­ir samdi við Lim­hamn Bun­keflo 07 í Svíþjóð og Ingi­björg Sig­urðardótt­ir við Djurgår­d­en þar í landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner