Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. maí 2022 12:15
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Toby King í Vestra (Staðfest) - Spilaði gegn Arsenal í vetur
Lengjudeildin
Toby King á æfingu hjá U23 liði West Brom.
Toby King á æfingu hjá U23 liði West Brom.
Mynd: Getty Images
Vestri frá Ísafirði hefur samið við tvítugan enskan miðjumann, Toby King, sem kemur á frjálsri sölu frá enska B-deildarfélaginu West Bromwich Albion.

King á einn aðaliðsleik að baki fyrir West Brom en hann lék síðustu 20 mínúturnar í 6-0 tapi gegn Arsenal í deildabikarnum í vetur.

Greint er frá því á mbl.is að King verði með Vestra í sumar en hann fór með liðinu í æfingaferð á undirbúningstímabilinu og skoraði í æfingaleik.

King lék með varaliði WBA og var einnig í láni hjá ut­an­d­eil­dalðinu Bill­ericay Town í nokkr­ar vik­ur.

Spænskur bakvörður einnig kominn
Þá er Christian Ji­menez, 25 ára spænsk­ur bakvörður, kom­inn til Vestra og lék æf­inga­leik með liðinu í síðustu viku. Hann lék síðast í fimmtu deild spænska boltans.

Vestra er spáð fjórða sæti í Lengjudeildinni í sumar en Gunnar Heiðar Þorvaldsson tók við þjálfun liðsins í vetur.
Athugasemdir
banner
banner