Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 03. maí 2022 10:10
Fótbolti.net
Svona er spá Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina
Lengjudeildin
Úr leik Kórdrengja og Vestra í fyrra.
Úr leik Kórdrengja og Vestra í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjudeildin fer af stað á fimmtudaginn með tveimur leikjum. Síðasta laugardag opinberaði Fótbolti.net spá sína fyrir deildina í útvarpsþættinum á X977 þar sem fjallað var um öll liðin.

Núna í vikunni verða liðin kynnt betur hér á síðunni og birt verða upphitunarviðtöl við þjálfara

Ef spáin rætist þá fara liðin sem féllu úr efstu deild beint aftur upp og liðin sem komu upp úr 2. deildinni fara beint aftur niður!

Fylkismönnum er spáð sigri í deildinni en þar á eftir er HK. Spáð er að Kórdrengir og Vestri verði ekki langt undan og keppist um að komast í deild þeirra bestu.

Spá Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina:
1. Fylkir 72 stig
2. HK 62 stig

3. Kórdrengir 60 stig
4. Vestri 57 stig
5. Fjölnir 42 stig
6. Þór 42 stig
7. Grindavík 37 stig
8. Selfoss 30 stig
9. Grótta 26 stig
10. Afturelding 21 stig
11. KV 13 stig
12. Þróttur V. 6 stig


Spámenn: Elvar Geir, Guðmundur Aðalsteinn, Rafn Markús, Sæbjörn Steinke, Tómas Þór og Úlfur Blandon

Fyrsta umferð Lengjudeildarinnar:

fimmtudagur 5. maí
19:15 Fylkir-KV (Würth völlurinn)
19:15 HK-Selfoss (Kórinn)

föstudagur 6. maí
18:00 Þór-Kórdrengir (Boginn)
19:15 Afturelding-Grindavík (Malbikstöðin að Varmá)
19:15 Þróttur V.-Fjölnir (Vogaídýfuvöllur)

laugardagur 7. maí
14:00 Grótta-Vestri (Vivaldivöllurinn)
Útvarpsþátturinn - Sú Besta og Lengjudeildarspáin
Athugasemdir
banner
banner
banner