Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 04. júlí 2022 12:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Dagur til Leuven (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson er gengin í raðir belgíska félagsins Oud-Heverlee Leuven sem oftast er stytt í OH Leuven. Hann kemur á frjálsri sölu frá danska félaginu AGF.

Jón Dagur var orðaður við fullt af félögum í sumar en um helgina bárust þær fréttir að þrjú belgísk félög væru að berjast um kappann og í gær var fullyrt að OH Leuven yrði fyrir valinu.

Jón Dagur skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2024-2025. Hann er 23 ára gamall vængmaður sem á að baki 21 landsleik fyrir íslenska landsliðið. Hann hefur í þeim skorað fjögur mörk og tvö þeirra komu í landsleikjunum í síðasta mánuði.

Hann er uppalinn í HK en skipti ungur að árum til Fulham. Hann hélt til Danmerkur árið 2018 og lék á láni með Vendsyssel áður en hann svo samdi við AGF árið 2019.

Marc Brys, þjálfari Leuven, er ánægður með komu Jóns Dags. „Hann er með markanef og sem íslenskur landsliðsmaður kemur hann með alþjóðlega reynslu inn í hópinn."
Athugasemdir
banner