mán 04. júlí 2022 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leeds fær Gyabi frá Man City (Staðfest)
Mynd: Leeds
Leeds hefur fengið hinn átján ára gamla Darko Gyabi frá Manchester City. Gyabi, sem er miðjumaður, skrifar undir fjögurra ára samning við Leeds.

Gyabi heillaði í akademíu Millwall árið 2018 og var í kjölfarið fenginn til Manchester City. Hann var í lykilhlutverki þegar U18 lið City varð enskur meistari fyrir ári síðan.

Á síðasta tímabili lék Gyabi með U23 liði City. Þá hefur hann leikið tólf leiki fyrir Englandi með U15, U16 og U18.

Gyabi er fjórði leikmaðurinn sem Leeds fær í sumar en áður höfðu þeir Brenden Aaronson, Rasmus Kristensen og Marc Roca gengið í raðir félagsins.

Fyrr í dag var greint frá því að Kalvin Phillips væri farinn í hina áttina, frá Leeds til Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner