Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 05. febrúar 2020 18:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Leiknir F 
Leiknir F. fær kantmann frá Bosníu (Staðfest) - Fyrirliðinn áfram
Mynd: Daníel Þór Cekic
Leiknir Fáskrúðsfirði hefur fengið bosníska kantmanninn Sel­ko Jazvin. Jazvin er 26 ára. Hann hefur leikið með Zvij­ezda Gra­dacac í bosn­ísku B-deild­inni í vetur. Hann lék þar áður í bosnísku úrvalsdeildinni með Celik Zenica.

Leiknismenn unnu 2. deildina í fyrra og leika í 1. deild á komandi tímabili.

Fyrirliðinn Arkadiusz Jan Grzelak, eða Arek eins og hann er kallaður fyrir austan skrifaði undir eins ár samning við félagið í vikunni.

Arek hefur leikið allan sinn feril með Leikni og eru leikirnir orðnir 174 og mörkin tólf.

Síðustu sjö árin hefur Arek misst af átta leikjum á Íslandsmótinu með Leikni; leikið 138 af 146 leikjum, eða 94,5% leikja Leiknis á þessum tíma.

Arek var einn fjögurra varnarmanna í úrvalsliði 2. deildar karla í vali Fótbolta.net eftir leiktíðina 2019.

Af heimasíðu Leiknis F.:
„Þetta er öllum sem standa að liðinu sönn gleði því Arek er að öðrum ólöstuðum ein styrkasta stoðin í liðinu og granítharður varnarmaður."
Athugasemdir
banner
banner