Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. júlí 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rita Lang í Grindavík (Staðfest)
Mynd: Grindavík
Grindavík hefur samið við miðju- og sóknarmanninn Ritu Lang og mun hún leika með Grindavík þar sem eftir lifir af þessari leiktíð í Lengjudeild kvenna.

Rita er 23 ára gömul og kemur til liðs við Grindavík frá írska liðinu Athlone Town þar sem hún lék í vor. Rita er frá Bandaríkjunum en fæddist í Portúgal og er því með portúgalskt vegabréf. Hún lék með Montana háskólanum líkt og þær Mimi Eiden og Caitlin Rogers sem nú leika með félaginu.

„Það er ánægjuefni að fá Ritu til liðs við okkur. Ég hef trú á því að hún styrki okkur í sóknarleiknum og efli okkur á síðasta þriðjungi vallarsins. Það er gott að fá hana til liðs við okkur í seinni hluta mótsins,“ segir Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari Grindavíkur.

Rita er komin með leikheimild og gæti spilað sinn fyrsta leik þegar Grindavík mætir Tindastóli á miðvikudag.

Grindavík er í 7. sæti deildarinnar, með átta stig eftir átta umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner