Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. febrúar 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Völsungur semur við bandarískan miðjumann (Staðfest)
Völsungur fagnar marki.
Völsungur fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Nýliðar Völsungs í 1. deild kvenna hafa samið við bandaríska miðjumanninn Christina Settles.

Christina er 24 ára gömul en hún hefur spilað með Pepperdine háskólanum undanfarin fjögur ár.

„Ég er drífandi og teknískur leikmaður. Vil reyna að stjórna hraða leiksins og tel það skyldu mína að þekkja vel inn á samherja mína svo mitt framlag hjálpi liðinu okkar eins vel og mögulegt er," segir Christina á Facebook síðu Græna hersins en af hverju ákvað hún að spila á Íslandi í sumar?

„Ísland er svo fallegt! Ég gerði í raun engar sérstakar kröfur um staðsetningu við umboðsmanninn minn en þegar hann stakk upp á Völsungi á Húsavík þá lagðist ég í smá rannsóknir og varð strax ástfangin! Ég spilaði líka með einni í Pepperdine sem er frá Íslandi og hún bar þessu mjög vel söguna. Ég er viss um að mér á eftir að líka vel þarna."
Athugasemdir
banner
banner
banner