Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. júlí 2022 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Maya Yoshida kominn til Schalke (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Maya Yoshida er búinn að skrifa undir samning við Schalke sem er nýkomið aftur upp í efstu deild þýska boltans.


Yoshida, sem verður 34 ára í ágúst, lék með Sampdoria síðustu tvö og hálfa tímabil en þar áður var hann leikmaður Southampton í sjö og hálft ár.

Yoshida skrifaði undir eins árs samning við Schalke með möguleika á eins árs framlengingu.

Yoshida er fyrirliði japanska landsliðsins og á 119 leiki að baki fyrir þjóð sína. Hann vann Asíumótið með Japan 2011 og endaði í öðru sæti 2019 auk þess að enda í öðru sæti í enska deildabikarnum 2017 með Southampton.

Guðlaugur Victor Pálsson á einnig eitt ár eftir af sínum samningi við Schalke.


Athugasemdir
banner
banner
banner