Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 07. nóvember 2018 23:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho skaut á enska knattspyrnusambandið
,,Þeir geta þýtt þetta fyrir þig"
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var í stuði eftir sigur sinna manna gegn Juventus í Meistaradeildinni í kvöld.

United lenti 1-0 undir en kom til baka og vann 2-1. Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem United kemur til baka eftir að hafa lent undir. Endirinn á leikjum er yfirleitt betri en byrjunin hjá United.

Eftir leikinn í kvöld ákvað Mourinho aðeins að láta vita af sér. Hann fékk að heyra það frá stuðningsmönnum Juventus í kvöld en hann er fyrrum stjóri Inter, keppinauta Juventus í ítalska boltanum. Hann vann þrennuna (deild, bikar og Meistaradeild) með Inter árið 2010.

Eftir leikinn gekk Mourinho út á völl og bað stuðningsmenn Juventus um meiri læti.

Leonardo Bonucci var ekki par sáttur með Mourinho en Ashley Young, fyrirliði United, hljóp á milli þeirra.

„Þeir móðguðu mig í 90 mínútur. Ég kom hingað til að vinna mína vinnu, ekkert meira," sagði Mourinho við Sky Sports á Ítalíu eftir leikinn.

Eftir leikinn var Mourinho nánar spurður út í samskipti sín við stuðningsmenn Juventus. Mourinho spurði þá fréttakonu, sem var að taka viðtal við hann, „skilurðu ítölsku?" Fréttakonan svaraði því neitandi. Þá sagði Mourinho: „Spurðu enska knattspyrnusambandið. Þeir þýða þetta fyrir þig."

Eftir að Mourinho sagði þetta, þó hló hann. Ástæðan fyrir því að hann sagði þetta er sú að enska knattspyrnusambandið er að reyna að fá Mourinho dæmdan í bann.

Mourinho sást blóta fyrir framan sjónvarpsmyndavél eftir 3-2 sigur Manchester United gegn Newcastle. Mourinho sagði 'fodas filhos de puta' sem hægt er að þýða sem 'farið til fjandans tíkarsynir'.

Varalesari var fenginn til að finna út hvað Mourinho sagði.

Mourinho var greinilega að skjóta á það hversu langt enska knattspyrnusambandið hefur farið til þess að reyna að fá sig í bann.

Myndband af ummælum Mourinho er hér að neðan.

Sjá einnig:
Mourinho gæti farið í bann eftir allt



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner