banner
miđ 07.nóv 2018 23:07
Guđmundur Ađalsteinn Ásgeirsson
Sterling biđur dómarann afsökunar
Mynd: NordicPhotos
Manchester City valtađi yfir Shakhtar Dontesk í Meistaradeildinni í kvöld. Lokatölur á Etihad-vellinum í Manchester voru 6-0 fyrir City.

Í stöđunni 1-0 fékk City-liđiđ samt býsna ódýra vítaspyrnu, hlćgilega í rauninni.

Raheem Sterling féll ţá í teignum en ţađ var enginn sem felldi hann. Sterling féll eftir ađ hann sjálfur sparkađi í jörđina. Hreint út sagt ótrúlegt ađ dómarinn hafi dćmt víti og ţađ sem gerir ţetta enn fáránlegra er ađ ţađ eru fimm dómarar á vellinum, í rauninni sex. Einn ađaldómari, tveir línuverđir, tveir sprotadómarar og hliđarlínu dómari (fjórđi dómarinn).

Smelltu hér til ađ sjá vítaspyrnudóminn.

Sterling bađ Ungverjann Viktor Kassai, dómara leiksins, afsökunar í viđtali eftir leik.

„Ég ćtlađi ađ setja boltann yfir markvörđinn, ég veit ekki hvađ gerđist. Ég fann ekki fyrir neinni snertingu. Ég biđ dómarann afsökunar," sagđi Sterling viđ BT Sport.

Pep Guardiola, stjóri City, sagđi:

„Viđ áttuđum okkur á ţví ađ ţetta var ekki vítaspyrna. Raheem hefđi getađ sagt eitthvađ viđ dómarann. Viđ viljum ekki vera ađ skora svona mörk."

„Ţiđ vitiđ hvađ VAR (myndbandsdómgćsla) er og hvađ ţađ gerir. Dómararnir ţurfa ađ fá hjálp."

„Leikurinn er svo hrađur. Ţađ tekur 10 sekúndur fyrir einhvern ađ segja eitthvađ viđ dómarann."

Nćsti leikur City er á sunnudaginn gegn nágrönnunum og erkifjendunum í Manchester United.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | miđ 31. október 17:00
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 27. september 13:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 15. ágúst 14:18
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 03. ágúst 09:45
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | lau 28. júlí 07:00
fimmtudagur 15. nóvember
A-karla Ţjóđadeildin 2018
19:45 Belgía-Ísland
Koning Boudewijn Stadion
sunnudagur 18. nóvember
A-karla Ţjóđadeildin 2018
19:45 Sviss-Belgía