Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mið 08. nóvember 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ágúst Leó flytur til Eyja: Er með hausinn rétt stilltan
Ágúst Leó í búningi ÍBV.
Ágúst Leó í búningi ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Orri Rafn Sigurðarson
„Þetta er rétta skrefið. Ég fæ tækifæri til að sýna mig í efstu deild, ég flyt til Eyja og fer 100% í þetta," sagði Ágúst Leó Björnsson, nýjasti leikmaður ÍBV er hann ræddi við fréttamann Fótbolta.net í höfuðstöðvum Eimskips í dag.

Ágúst Leó skrifaði undir þriggja ára samning en hann kemur til ÍBV frá Stjörnunni.

Hann segir að það hafi ekki verið inn í myndinni að vera áfram í Garðabænum.

„Nei, mér fannst það ekki. Kristján (Guðmundsson, þjálfari ÍBV) sýndi mér mikinn áhuga. Mér fannst þetta vera eina leiðin, þeir höfðu trú á mér og ég ætla að sanna mig."

Ágúst Leó er tvítugur en hann var á láni hjá Aftureldingu í 2. deildinni í sumar. Þar skoraði Ágúst þrettán mörk í tuttugu leikjum en hann kom til baka í sumar eftir að hafa fótbrotnað illa í 2. flokki Stjörnunnar árið 2016. Hann telur sig tilbúinn í Pepsi-deildina.

„Ég tel mig tilbúinn að spila í Pepsi-deildinni og hef getuna í það. Ég er góður leikmaður."

Ágúst flytur úr bænum til Vestmannaeyja í janúar, en það eru ekki margir strákar á hans aldri sem hefðu hent sér í það. Af hverju treystir hann sér persónulega í það?

„Ég er með hausinn rétt stilltan. Ég flyt í byrjun janúar og klára skólann þar. Ég hef búið einn frá því ég var 17 ára."

„Markmiðið er að gera sem best fyrir ÍBV, ég ætla að reyna að skora mörk, sanna mig og verða Eyjamaður," sagði hann í lokin.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner