fös 09. nóvember 2018 17:33
Elvar Geir Magnússon
Arnþór Ingi í KR (Staðfest)
Arnþór Ingi.
Arnþór Ingi.
Mynd: KR
Arnþór Ingi Kristinsson hefur samið við KR til tveggja ára. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins.

Arnþór Ingi kemur frá Víkingi Reykjavík en hann hefur leikið 141 leik í meistaraflokki og skorað í þeim 19 mörk. Áður hafði hann leikið með ÍA og Hamri. Hann er fæddur 1990.

Arnþór var í lyklihlutverki í sumar er liðið hafnaði í 9. sæti deildarinnar.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem KR fær eftir tímabilið en Alex Freyr Hilmarsson kom frá Víkingum og þá kom Ægir Jarl Jónasson frá Fjölni.

KR hafnaði í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar og leikur í Evrópukeppni á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner