Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. október 2018 21:17
Brynjar Ingi Erluson
Dean Smith tekur við Aston Villa - Terry aðstoðar (Staðfest)
Dean Smith er tekinn við Aston Villa
Dean Smith er tekinn við Aston Villa
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarfélagið Aston Villa tilkynnti í kvöld ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra en Dean Smith tekur við keflinu af Steve Bruce.

Steve Bruce var látinn taka poka sinn á dögunum og fór því leitin að næsta stjóra af stað.

Margir komu til greina en þar má nefna nöfn á borð við Thierry Henry, sem er aðstoðarþjálfari Belgíu, og Rui Faria, sem hefur aðstoðað Jose Mourinho síðustu ár.

Aston Villa kynnti hins vegar í kvöld nýjan stjóra en Dean Smith tekur við liðinu. Hann hefur undanfarin þrjú ár stýrt Brentford og náð góðum árangri en þar áður þjálfaði hann Walsall.

Hann verður með huggulegan aðstoðarþjálfara en það er John Terry, sem lagði skóna á hilluna í vikunni eftir glæstan feril. Hann lék síðast með Villa.

Jesus Garcia Pitarch, fyrrverandi leikmaður Valencia og Villarreal, hefur þá verið ráðinn sem yfirmaður íþróttamála. Pitarch hætti sem yfirmaður íþróttamála hjá Valencia í janúar 2017.



Athugasemdir
banner
banner