Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 10. október 2018 13:45
Ingólfur Páll Ingólfsson
Kevin Long framlengir við Burnley (Staðfest)
Long hefur framlengt við Burnley.
Long hefur framlengt við Burnley.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Burnley hefur framlengt samningi sínum við Kevin Long til ársins 2021.

Varnarmaðurinn hefur verið lengst hjá félaginu af öllum núverandi leikmönnum en hann kom á Turf Moor frá Cork City í janúar árið 2010. Samningur hans gildir fram í júní árið 2021.

Samningur kemur í stað þess gamla sem var undirritaður í ágúst árið 2017. Long byrjaði 16 úrvalsdeildarleiki á síðustu leiktíð er félaginu tókst að enda í sjöunda sæti í úrvalsdeildinni sem er hæsta sæti sem félagið hefur náð í 44 ár.



Athugasemdir
banner
banner