Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. nóvember 2017 16:24
Magnús Már Einarsson
Bjarki Már og Guðjón Örn þjálfa Tindastól (Staðfest)
Bjarki Már Árnason.
Bjarki Már Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Már Árnason og Guðjón Örn Jóhannsson verða þjálfarar Tindastóls í 2. deild karla næsta sumar.

Hinn 39 ára gamli Bjarki Már mun einnig leika áfram í vörn Tindastóls líkt og hann hefur gert meira og minna síðan árið 2005.

Í suamr var Bjarki aðstoðarþjálfari síðari hluta sumars en hann tók til starfa þegar Stefán Arnar Ómarsson var ráðinn þjálfari í júlí.

Undir stjórn þeirra reif Tindastóll sig frá fallsvæðinu og endaði í 6. sæti deildarinnar. Stefán Arnar gat ekki haldið áfram með liðið þar sem hann býr í Svíþjóð.

Guðjón Örn þjálfaði kvennalið Tindastóls 2014 og 2015 en hann hefur þjálfað lengi á Sauðárkróki og áður þjálfað karlalið félagsins.
Athugasemdir
banner
banner