Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 10. nóvember 2017 20:47
Elvar Geir Magnússon
Guðjón Orri aftur í Stjörnuna (Staðfest)
Guðjón Orri lék með Selfyssingum á liðnu tímabili.
Guðjón Orri lék með Selfyssingum á liðnu tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjamaðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson er kominn aftur í Stjörnuna. Þessi 25 ára markvörður lék alla leiki Selfyssinga í Inkasso-deildinni á liðnu tímabili.

Hann var varamarkvörður Stjörnunnar 2016 og lék fimm leiki fyrir liðið þegar það hafnaði í 2. sæti í Pepsi-deildinni.

Guðjón er uppalinn hjá ÍBV og lék 13 leiki fyrir Eyjaliðið sumarið 2015.

Hann mun veita Haraldi Björnssyni, aðalmarkverði Stjörnunnar, samkeppni á komandi tímabili. Sveinn Sigurður Jóhannesson sem var varamarkvörður á liðnu sumri ákvað að skrifa ekki undir nýjan samning við Stjörnuna en óvíst er hvar hann mun leika á næsta tímabili.

Guðjón Orri er annar leikmaðurinn sem gengur í raðir Stjörnunnar eftir að liðið endaði í öðru sæti í sumar. Hinn er Þorsteinn Már Ragnarsson, sóknarmaður úr Víkingi Ólafsvík.


Athugasemdir
banner
banner
banner