fös 10. nóvember 2017 18:19
Orri Rafn Sigurðarson
Sólon Breki í Vestra (Staðfest)
Bjarni Jóhannsson og Sólon Breki Leifsson.
Bjarni Jóhannsson og Sólon Breki Leifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Orri Rafn Sigurðarson
Vestri hefur krækt í liðsstyrk fyrir keppni í 2. deildina í sumar en sóknarmaðurinn Sólon Breki Leifsson skrifaði undir eins árs samning hjá félaginu í kvöld.

Sólon Breki kemur frá Breiðabliki en samningur hans þar rann út um miðjan síðasta mánuð.

Hinn 19 ára gamli Sólon er uppalinn Bliki en hann kom við sögu í ellefu leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.

Síðari hluta tímabils 2016 var Sólon í láni hjá Vestra þar sem hann skoraði átta mörk í ellefu leikjum. Hann þekkir því til á Vestfjörðum.

Sólon lék sína fyrst leiki í Pepsi-deildinni með Breiðabliki sumarið 2015 en samtals hefur hann leikið 20 deildar og bikarleiki með Blikum.

Vestri endaði í 8. sæti í 2. deildinni í sumar en reynsluboltinn Bjarni Jóhannsson tók við þjálfun liðsins á dögunum.

Hér til hliðar má sjá Bjarna og Sólon Breka eftir undirskriftina í kvöld. Skrifað var undir í höfuðstöðvum S. Helgason en við sama tækifæri var framlengdur samsstarfssamningur Vestra og fyrirtækisins.
Athugasemdir
banner
banner