Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. febrúar 2020 22:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bandarískur framherji til liðs við Selfoss (Staðfest)
Mynd: Selfoss
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska leikmanninn Tiffany McCarty. Þetta kemur fram á fésbókarsíðunni Selfoss Fótbolti.

Tiffany mun leika með kvennaliði félagsins í sumar. Hún er 29 ára framherji og hefur lengstum leikið í bandarísku atvinnumannadeildinni. Þá hefur hún einnig leikið í japönsku úrvalsdeildinni og með Medkila í efstu deild í Noregi.

McCarty lék á sínum tíma með U17, U18, U20 og U23 landsliðum Bandaríkjanna. Í háskólaboltanum lék McCarty með sterku liði Florida State og á ennþá markamet skólans þar sem hún skoraði 63 mörk í 98 leikjum.

„Ég er ótrúlega lukkulegur með að við höfum landað þessum leikmanni. Við erum búin að vera að leita að framherja og ég held að við séum að veðja á réttan hest núna, að fá leikmann með reynslu. Þetta er mjög spennandi leikmaður sem kann leikinn og ég held að hún muni passa vel inn í íslensku deildina enda lítur hún út fyrir að vera kraftmikil og dugleg,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss.
Athugasemdir
banner
banner